Partur

Partur er smíðaður til að koma í stað tanna sem vantar þegar enn eru eigin tennur til staðar. Parturinn liggur þá upp við eigin tennur og gervitennurnar fylla upp í bilið þar sem tennur vantar, Stundum grípur málmkrókur utan um eigin tennur til að parturinn haldist betur en hönnunin á partinum er mjög mismunandi eftir aðstæðum og hvort parturinn sé hugsaður til bráðabirgða eða lengri tíma.

Bráðabirgðapartur er úr acrylefni og stundum með málmkrókum. Þeir hvíla ofan á gómnum og því fer tyggingarálagið beint á góminn.

Stálpartur er hannaður til lengri tíma og er samsettur úr málmgrind og acryl. Þeir eru hannaðir þannig að sérhannaðir krókar sem grípa utan um náttúrulegu tennurnar styðja einnig við þær ofan á tyggiflötin og þess vegna verður tyggingarálagið ofan á náttúrulegu tennurnar og í gegnum ræturnar sem eru ætlaðar til að taka á móti tyggikraftinum.

Previous
Previous

Heilgómur

Next
Next

Fastskrúfuð heilbrú