Heilgómur

Heilgómar eru smíðaðir fyrir þá sem vantar allar tennur, annað hvort í öðrum gómi eða báðum. Hefðbundinn heilgómur í efri gómi helst í flestum tilvikum uppi með sogi sem myndast í gómnum á meðan heilgómur í neðri gómi fær einungis stuðning frá kinnum, vörum og tungu og er neðri heilgómur því í flestum tilvikum lausari en sá efri. Í mörgum tilvikum er möguleiki á að koma fyrir implöntum (skrúfum) í kjálkabeininu og þá er annað hvort hægt að smíða fasta brú eða heilgóm með smellum, en þá er hægt að smella gómnum auðveldlega af og á implöntin. Aðgerðin fer fram hjá tannlækni og smíðin getur hafist í flestum tilvikum um 6-8 vikum síðar.

Þegar síðustu tennurnar eru dregnar úr og í staðin kemur heilgómur um leið og tennurnar eru farnar, kallast heilgómurinn sáragómur eða immediate gómur. þá þarf viðkomandi ekki að ganga um tannlaus og heilgómurinn virkar eins og plástur á sárin á meðan þau gróa. Um leið og tennurnar eru dregnar úr hefjast breytingar á gómnum og kjálkabeininu, sárin byrja að gróa, holrúmið þar sem ræturnar voru dregst saman og kjálkabeinið rýrnar. Þar af leiðandi mun heilgómurinn verða lausari með tímanum en mesta breytingin hefur átt sér stað eftir uþb. 6 mánuði og þá er yfirleitt kominn tími á að fóðra heilgóminn en í sumum tilvikum þarf að smíða nýjan heilgóm vegna mikilla breytinga sem hafa átt sér stað. Í millitíðinni, frá tannúrdrætti og að fóðruninni er hægt að notast við svokallaða mjúkfóðrun, sem er bráðabirgðafóðrun úr mjúku efni.

Next
Next

Partur