Fóðrun

Tannlaus gómur tekur stöðugum breytingum. Kjálkabeinið rýrnar og það myndast holrúm á milli góms og tanngervis. Af þeim sökum fer heilgómurinn eða parturinn að verða lausari með tímanum og þar að auki er holrýmið sem myndast kjöraðstæður fyrir bakteríur og sveppi. Auk þess verður álagið á beinið ekki ákjósanlegt og verður þá beinrýrnunin meiri og hraðari.

Fóðrun er þegar nýtt undirlag er sett í gervitennurnar svo þær falli aftur vel að gómnum og fái betri festu. Þá er tekið mát innan í tanngervið og svo er mátefninu skipt út fyrir acrylefni.

Það er mjög misjafnt hversu oft þarf að fóðra en í mörgum tilvikum er kominn tími á það eftir 3-5 ár frá smíði eða síðustu fóðrun. Mælt er með að koma í árlegt eftirlit til að láta meta ástand tannanna og hvort tími sé kominn á fóðrun.

Previous
Previous

Bithlíf

Next
Next

Viðgerð